12.9.13

blúndan


Stundum fer ég með hlutina út í öfgar. Núna get ég ekki neitað mér um leður til þess að vinna með en fyrir nokkrum árum beindist þessi þráhyggja að blúnduefnum. Alltaf þegar ég rakst á fallega blúndu á útsölu þá varð ég að kippa með mér svona eins og einum metra.. eða tveimur, heh.
Afleiðingin af þessu er að núna á ég fullt af ólíkum blúndum í ólíkum litum og þrátt fyrir að ég sé búin að nota þær í nokkur verkefni, þá á ég stafla af afgöngum einhvers staðar ofan í kassa. Það er varla nóg af hverri blúndu fyrir sig til þess að búa til eitthvað fallegt en kannski get ég stolið hugmyndinni frá ss2014 línunni frá Candela og blandað þeim saman? 

..sjáum hvernig það fer.

2 ummæli:

  1. Áhugaverðir kjólar, en eigum við eitthvað að ræða hvað ég er skotin í svörtu skónum sem gellan er í?

    SvaraEyða
  2. ...nei ræðum það ekki Sigurdís! - sem virðist ætla að verða mér hættuleg ögrun í fan#1 hér!;)
    p.s. love it.

    SvaraEyða