18.9.13

hárið


Síðasta mánudag gerði ég svolítið sem ég hef aldrei gert áður.. Ég pantaði mér tíma í klippingu og litun. Og nei, það eru engin verðlaun í boði fyrir þann sem giskar rétt á hvað ég ætla að gera við hárið á mér.. 
Ég er í rauninni frekar hissa á að hafa ekki ráðist á hárið á mér fyrr.. Ég hef greinilega tekið the rebellion út í gegnum tattú og gatanir á eyrum og andliti en ég hef ekki bætt neitt í safnið síðan í júní þannig að mér finnst alveg vera kominn tími á að gefa foreldrum mínum smá áfall, heh.Ég hef alltaf verið nokkuð sátt við rauða hárið mitt - smá gaman að geta borið mig saman við Önnu í Grænuhlíð og svo hefur líka alltaf verið frekar auðvelt fyrir fólk að átta sig á ætterni mínu en samt.. Anna var tæknilega séð með kastaníubrúnt hár á meðan mitt er ljósrautt og mér finnst liturinn minn oftast vera frekar flatur og óspennandi. Ég hef alla vega ekki verið kölluð gulrót nærri því eins oft og ég hefði viljað (en samt helst bara af Gilberti). Fyrir utan hvað það eru margir aðrir litir sem passa ekki við rauða hárið mitt! Mig dreymir t.d. um að geta gengið með rauðan varalit..Æh, ég veit það ekki. Ég er komin með fiðring í magann vegna morgundagsins og litunarinnar óhugnanlegu en ég get samt eiginlega ekki hætt við núna. Mig langar líka ekkert til þess að hætta við ;)
Vinkonur mínar verða örugglega mjög fegnar þegar ég læt loksins verða af þessu því þá þurfa þær ekki lengur að hlusta á mig eða skoða svona fimmtíu myndir af ljóshærðum módelum á dag.. Ef ég dríf ekki í þessu þá fer þessi klipping bráðum að verða umtalaðri en Miley Cyrus.Það er eitthvað svo stílhreint við ljóst-næstum-því-hvítt hár sem ég heillast af. Það er næstum því eins og autt blað því þá þarf ekki að miða restina af útlitinu við afgerandi hárlit. 
 Eftir því sem ég fullorðnast þá finn ég að ég dregst alltaf meira og meira að þessu einfalda lúkki sem samanstendur aðallega af brakandi ferskum litum og sportlegum einfaldleika. Ég er jafnvel ómeðvitað byrjuð á því að færa fataskápinn minn í þá áttina og þá gengur rauða hárið eiginlega ekki alveg upp.. Eða kannski er ég bara að segja sjálfri mér það svo ég nái að mana mig upp í að gera eitthvað nýtt og öðruvísi - sem er svo sem alveg í lagi!


Verð ég ekki örugglega svona kúl þegar ég verð komin með ljóst hár? Eh


Hverju sem því líður þá, eftir tæplega sólarhring, mun ég kveðja rauðu lokkana í bili og snarast svo í næstu búð og kaupi mér rauðan varalit! 


p.s. Ég geri mér grein fyrir því að það sé frekar yfirborðskennt að skrifa svona mikið um það að breyta hárlit haha

Update: Veit ekki alveg hvað gerðist en ég held að konan sem litaði mig hafi kannski ekki alveg verið með það á hreinu hvað hún var að gera. Ég er alla vega ekki orðin ljóshærð heldur bara meira ljósrauðhærð.. sem var eiginlega það sem ég vildi forðast með því að lita hárið til að byrja með. Ahh.. 
Óska eftir einhverjum til þess að lita á mér hárið með pakkalit! ;)

1 ummæli:

  1. ..það sem mig hlakkr til þess að sjá myndir annaðkvöld. Rebelið'itt!

    SvaraEyða