28.9.13

stripes!




Þegar ég loksins hef mig í það að taka til í fataskápnum mínum, þá finnst mér það yfirleitt frekar gaman. Ég uppgötva yfirleitt einhvern bol eða jafnvel kjól sem ég var löngu búin að gleyma að ég hefði nokkurn tímann átt og það er næstum því eins skemmtilegt og að kaupa ný föt.
Um daginn fór ég í gegnum skápinn minn til þess að ákveða hvaða flíkur fá að fylgja mér til Ítalíu og þá komst ég að því að ég á furðulega mikið af röndóttum fötum.
Mér finnst það aðallega fyndið vegna þess að þetta eru allt flíkur sem ég nota reglulega en samt hef ég ekki náð að tengja það saman áður hvað þetta er mikið af röndum.
Flestir eiga fataskáp fullan af svörtum fötum á meðan ég kaupi mjög lítið af fötum í þeim lit. Mér finnst alltaf eins og ég eigi svo mikið af þeim þannig að ég kaupi yfirleitt einhvern lit eða munstur. Afleiðingin af þessu er að ég á örugglega meira af röndóttum fötum heldur en svörtum.
Hins vegar á ég bara eina doppótta flík og hún er lítið notuð. Doppur virka bara alltaf svo krúttlegar og ég er hætt að heillast af krúttlegum fötum. Rendur eru miklu harðari. Djók.
Samt held ég að það sé skemmtilegt og ákveðin áskorun falin í því að reyna að blanda doppum og röndum og ná að forðast það að líta út fyrir að vera fimm ára.. Prófa það kannski ef ég finn einhvern tímann hina fullkomnu doppóttu flík (þó að pilsið á myndinni komist ansi nálægt því, hmm)

1 ummæli:

  1. ahh hún nær að púlla rendur og toppur á áhugaverðan hátt!

    SvaraEyða