2.9.13

upphafið

Ég elska að búa til hluti. 

Síðustu ár hef ég búið til margar flíkur, óteljandi hálsmen, armbönd, tekið gamla kjóla í gegn og búið til svo marga skartgripi úr keðjum að starfsmennirnir í Byko eru farnir að kannast við mig þegar ég kem í keðjuinnkaup (sem er smá vandró, heh).
Vandamálið er bara að þegar ég er búin að búa til eitthvað, þá fer það annað hvort inn í fataskáp eða í skókassann þar sem ég geymi hluta af skartgripasafninu mínu og er því í mikilli hættu á því að gleymast algjörlega.

Og þá erum við komin að tilganginum með þessu bloggi - að fá nokkurn veginn gott yfirlit yfir allt það sem ég er að dunda mér við að búa til, sauma, breyta eða bara hvað sem mér dettur í hug að gera!

En þetta er þó ekki eini tilgangurinn. 
Ég á frekar gamla og veikbyggða tölvu sem ég hef ekki mikla trú á að endist mikið lengur. Ég er búin að búa mér til safn af myndum sem gefa mér hugmyndir (eða eru bara fallegar) og það væri leiðinlegt ef þær myndu týnast. 
Þess vegna langar mig líka til þess að skella þeim hingað inn og þá get ég verið örugg um að eiga þær einhvers staðar.

Þessi síða er engan veginn fullkomin og flestar myndirnar frá mér verða símamyndir þar sem ég á ekki myndavél - en eins og ég segi, þá er þetta aðallega gert fyrir mig. 

Mig langar í góða skrá yfir það sem ég bý til og innblásturinn minn og ég held að það sé auðveldast að gera það á þessu formi. Ef aðrir nenna að lesa þetta (Dóra telst ekki með) þá er það náttúrulega bara frábært líka og ekki vera feimin við að skilja eftir spor!

Og hver veit - kannski hendi ég líka inn lögum sem ég elska eða bendi á bíómyndir sem gleðja mig.. og seinna meir þá kemur kannski eitthvað um Ítalíu-ævintýrið. Húrra!


ást&friður




1 ummæli:

  1. ...er með bjánalegtkjánalegtfriðsamtvæntumþykju bros á vörum mínum - það er þér að þakka!

    SvaraEyða