10.10.13

bloomin'


 Fyrir.. augljóslega.


Ég keypti þessar "stutt"buxur einhvern tímann í Frúnni í Hamborg minnir mig og ég notaði þær alveg nokkuð mikið í sinni upprunalegu mynd og fannst ég bara vera frekar sæt í þeim.. Sem betur fer týndust þær einhvern tímann inn í skáp því þegar ég rakst á þær nokkrum mánuðum seinna þá rann upp fyrir mér hversu hræðilegar þær eru í raun og veru. Þeim var því umsvifalaust hent í breytingakassann minn og þaðan dró ég þær svo upp í sumar.

Ég byrjaði á því að stytta þær og var nokkuð sátt þegar því var lokið. Hins vegar átti ég svo mikið efni afgangs eftir styttinguna að ég ákvað að prófa að búa til stuttan topp. Það var vandræðalega auðvelt því önnur afklippta skálmin passaði svona fínt á mig. Ég klippti smá efnislengjur af hinni skálminni til þess að nota sem hlýra og saumaði þá í kross að aftan.


Eftir og húrra fyrir vandræðalegum sjálfsmyndu,.


Útkoman er því tvær ágætar flíkur sem ég get notað á ýmsa vegu (þó ég sé ekki svo viss um að ég sé nógu frækin til þess að nota þær saman) upp úr einu pari af hræðilegum hálfbuxum. Frekar fín efnisnýting, svona þegar mið er tekið af því að ég á ennþá meirihlutann eftir af annarri skálminni sem ég get nýtt í eitthvað annað seinna!


3 ummæli:

  1. Já Dóra þú sérð til þess að hún verði í þessu svona saman, er hrikalega skotin í þessu.

    SvaraEyða