25.10.13

broskiprur

Ég er ekki hress á morgnana. Þarna, ég viðurkenndi það. Þetta er eitthvað sem velflestir læra fljótt þegar þeir kynnast mér og reyna að halda uppi samræðum við mig þegar ég hef verið vakandi í tiltölulega stuttan tíma. Lengi vel var ég í mikilli afneitun og hélt því fram að ég væri bara frekar hress svona í morgunsárið.. en það er bara alls ekki raunin, Dóru og Gumma til mikillar gleði.

Í morgun skreið ég fram úr rúminu eftir alltof lítinn svefn og þrjú snooze. Eftir afskaplega kalda og kraftlitla sturtuferð bjó ég til hafragraut og barðist við að halda andlitunum á tveimur snargölnum, uppáþrengjandi og leiðinlegum köttum upp úr grautarskálinni minni. Þar næst klæddi ég mig í ljót og leiðinleg föt (það er allt ljótt og leiðinlegt á morgnana) og bjóst til þess að þramma í skólann með hendurnar djúpt ofan í vösum og Elliott Smith í eyrunum. Á síðustu stundu rak ég augun í þennan appelsínugula varalit sem ég hafði aldrei sett á mig áður og hugsaði með mér að hann gæti nú varla gert morguninn verri. 
Ég hafði rétt fyrir mér því um leið og liturinn var kominn varirnar fann ég að þær kipruðust upp í brosi. Ég er svo óvön brostilfinningu á morgnanna að ég ákvað að smella af myndum til þess að skjalfesta viðburðinn. 


  
























..Ég hef lúmskan grun um að þessi varalitur muni klárast fljótt..


 

2 ummæli:

  1. Ó hvað það fer þér vel að brosa á morgnanna! Veist ekki hvað mig verkjar í hjartað yfir að hafa misst af því – en ég örvænta ekki, verð til staðar þegar þú vaknar á morgun! Lofa. Vííí hlakka til að rétta þér þann appelsínugula! Þú ert sæt.

    ...snargalið er viðeigandi orð.

    SvaraEyða
    Svör
    1. Haha, held að þú eigir eftir að sjá mig nógu marga morgna í viðbót til þess að hafa áhyggjur af því að hafa misst af einum ;)

      Eyða