10.10.13

í uppáhaldi


Eitt af því sem fylgdi flutningnum til Ítalíu var að vera netlaus í tvo daga. Það hljómar ekki eins og langur tími en það var samt komin undarleg óeirð í mig yfir að vera svona sambandslaus. Þegar ég fékk svo netið í tölvuna mína þá var náttúrulega rokið beint á facebook. Þegar ég var búin að skrolla yfir tveggja daga uppsafnaða efnið þá var komið að því að fara blogghringinn. Það sem mér finnst athyglisvert er að ég á nokkur uppáhaldsblogg og ég skoða þau alltaf í sömu röð.
Þetta fæddi af sér þá hugmynd að fjalla kannski aðeins um uppáhöldin mín því hreinskilnislega sagt, þá eyði ég vandræðalega miklum tíma á þessum bloggum..


http://www.redcarpet-fashionawards.com/



Red Carpet Fashion Awards er líklega það blogg sem ég heimsæki oftast - og það er líklega eins gott að ég kíki á það nokkrum sinnum á dag vegna þess að konan sem stendur á bak við það, hún Catherine,  er mjög dugleg að setja inn nýjar færslur. Þetta blogg, eins og titillinn gefur til kynna, skoðar hverju stjörnurnar klæðast á rauða dreglinum, við hina ýmsu atburði og í daglegu lífi.
Mér finnst aðallega gaman að skoða það vegna þess hversu mikil vinna liggur á bak við það. Catherine man t.d. eftir því ef að kjóll hefur verið notaður áður, jafnvel þó það hafi verið mörgum mánuðum fyrr og gagnrýnin hennar á lúkkin er yfirleitt mjög rétt.

Mér finnst ég vera búin að læra mjög mikið inn á tísku og hina ýmsu hönnuði með því að fylgjast með blogginu. Það er líka áhugavert að skoða á hversu mismunandi hátt stjörnurnar tækla tískuheiminn. Sumar eru mjög virkar í því að kynna nýja og spennandi hönnuði, aðrar halda sig við stelpulega blúndukjóla eða eru alltaf í fötum eftir sama hönnuðinn og enn aðrar reyna að fara minimalísku leiðina og sleppa allri blúndu og pallíettum.



Í lok hverrar viku eru svo bestu outfittin tekin saman og hægt að kjósa uppáhaldið sitt.

Mér finnst líka áhugavert að fylgjast með samfélaginu sem hefur myndast í kringum þessa síðu. Catherine var t.d boðið í Óskarspartý í ár og hönnuðurinn Roland Mouret bauðst til þess að sérhanna á hana kjól. Hann teiknaði fjórar skissur að kjól sem lesendurnir máttu svo kjósa um. Síðan var kosið um efni og lit kjólsins, skónna, töskuna, skartgripina, hárgreiðsluna og já, líka förðunina. Það var ótrúlega spennandi að fylgjast með þessu og ég var t.d. miklu spenntari að sjá Catherine á rauða dreglinum heldur en leikkonurnar sem voru tilnefndar til Óskarsins. Hún var líka ótrúlega fín og ég var eiginlega smá stolt af því hversu vel hún leit út, eins fáránlega og það hljómar.

Mér finnst svo skemmtilegt hvað síðan hennar er fjölbreytt og lífleg, þrátt fyrir að vera takmörkuð við það að skoða hverju fræga fólkið klæðist.




P.s. Ég tók bara lélegar símamyndir í Róm þannig að ef þið viljið sjá almennilegar og gorgeous myndir, þá er Dóra búin að vera að hrúga þeim inn á bloggið sitt: www.simpleshadows.blogspot.com


3 ummæli: