12.10.13

III


Það er ómögulegt að þekkja mig vel án þess að hafa það á hreinu að ég elska Jack White. Sólrún elskar Jack White. Ein af ófrávíkjanlegum staðreyndum alheimsins. Þannig er það bara.Ég hef smá hikað við að byrja að skrifa um Jack White hér.. Ástæðan er aðallega sú að ég er hrædd um að ef ég byrja að koma orðum að ást minni á honum, þá muni ég aldrei hætta að tala um hann og að þetta blogg verði algjörlega tileinkað honum.

Ég ætla því að reyna að dreifa ástarjátningum mínum til hans yfir nokkra bloggpósta og reyna mitt besta til þess að halda mig við eðlilega skriflengd á bloggunum um hann.. Við sjáum svo til hvernig það mun ganga.

Málið er bara að Jack White hefur verið mjög stór og, eiginlega, óaðskiljanlegur partur af lífi mínu í næstum því átta ár og ég er ennþá jafn heilluð af honum núna og ég var þegar Sigurdís spilaði fyrst fyrir mig My Doorbell í skrifstofunni heima. Hún hefur líklega ekki búist við því hverju hún var að koma af stað með því að sakleysislega spila þetta lag fyrir mig.. Þetta sumar leið hjá án nokkurra eftirminnilegra viðburða en þó man ég að The White Stripes fylgdu mér næstum því hvert einasta skref - sérstaklega ef þessi skref voru tekin á milli rúlla til þess að ganga frá endum. Mp3 spilarinn þurfti að vinna yfirvinnu við að færa mér tóna Get Behind Me Satan plötunnar og hann fékk nú ekki mikið frí þegar ég uppgötvaði að The White Stripes höfðu þá þegar gefið út fjórar aðrar plötur.

Næstu árin fylgdist ég svo m.a. með honum gefa út aðra plötu með Meg, stofna tvær aðrar hljómsveitir og gefa út fjórar plötur samanlagt með þeim, stofna sitt eigið útgáfufyrirtæki og svo hefja sólóferil. Það er því af nógu efni að taka þegar fjalla á um Jack White og ég lofa að reyna að halda fangirling-inu mínu í lágmarki, heh.p.s. Þið hafið ekki hugmynd um hversu erfitt það var að velja bara eitt lag..

3 ummæli:

 1. interesting!
  http://25.media.tumblr.com/49297950fc4deb03987a7c584dab776c/tumblr_msti6iDo221scluz4o1_500.gif

  SvaraEyða
 2. Mikið er ég ánægð að geta njósnað um ykkur stöllur á Italiu

  Sigga

  SvaraEyða
 3. You're welcome !

  SvaraEyða