4.10.13

mamma og menið






Ég bjó til hálsmen úr leðurbútum einhvern tímann í sumar sem mamma varð mjög hrifin af. Hún pantaði hjá mér eitt svoleiðis hálsmen nema hvað hún vildi hafa sitt aðeins minna í sniðinu. Ég dreif mig í að klippa út leður og setti saman handa henni nema hvað ég hafði ekki tíma til þess að festa keðjuna á. 
Svo fór næstum því tilbúna hálsmenið ofan í föndurtöskuna mína og gleymdist. Mamma var í raun mjög heppin að ég hafi fundið menið aftur vegna þess að sumir* hlutir sem fara ofan í föndurtöskuna mína sjá dagsljós aldrei framar. 
Kvöldið áður en ég hélt suður þá dreif ég mig svo í því að setja keðju og festingu á hálsmenið og færði mömmu að gjöf.
Það gekk þó ekki alveg möglunarlaust fyrir sig að fá mömmu til þess að pósa fyrir þessar myndir en sem betur fer gekk þetta á endanum og núna á ég yndislegar myndir af henni sem ég get skoðað þegar heimþráin fer að gera vart við sig ;)



 *eh, flestir.

2 ummæli:

  1. Yndis! - skáletrunin að gera góða hluti! :)

    SvaraEyða
  2. Það verður gaman fyrir þig að skoða þessar myndir þegar heimþráin sækir á :)

    SvaraEyða