14.10.13

sjálfstæðiðÆi, það er bara eitthvað við leður. 
Ég er nýlega farin að nota mjög mikið af leðri í skartgripina mína. Ég hugsa líka mikið um leður þegar ég skissa og flest fötin sem ég hanna í huganum innihalda það í einhverju magni.
Mér finnst samt smá fyndið að ég hafi fallið svona mikið fyrir þessu efni allt í einu - sérstaklega þegar tillit er tekið til þess að ég eignaðist minn fyrsta leðurjakka ekki fyrr en núna í sumar (eignast og ekki eignast samt.. held að ég sé tæknilega með hann í láni frá Sigurdísi, heh).


Leður er svo fjölbreytt. Hvítt eða steingrátt leður passar mun betur inn í hönnunarheiminn minn heldur en harkalegt svart leður en það er ekki hægt að neita því að svart leður er heillandi. 
Kannski heillast ég bara af því hversu sjálfstæður maður virkar þegar maður er í svörtu leðri á meðan ljóst leður dregur upp léttbærari mynd.


1 ummæli:

  1. ah myndirnar ná mér - sem og leðrið! Hlakka til að fylgjast með leðrinu leika í höndum þínum :)

    SvaraEyða