29.11.13

hjúfrið
Ég vissi um leið og ég kom inn í kennslustofuna til þess að fara í minn fyrsta photoshop tíma að þessi áfangi myndi seint komast í uppáhald. Nú þegar þremur kennslustundum er lokið, veit ég að ég á eftir að þurfa að vinna vel að því að ná árangri í þessu forriti því kunnáttan á það er vel utan við mitt þekkingarsvið.. sem og flest annað sem tengist tölvum/tækni, heh.
Það er varla hægt að segja að ég sé stolt af þessari klippimynd minni en þar sem markmiðið með þessu bloggi er aðallega að halda yfirlit yfir innblásturinn minn, verkefnin mín og framfarir, þá finnst mér að þessi mynd eigi rétt á að kúra hér.

Annars er ég stoltust af því að hafa náð að klára þetta af því að (og nú fá tölvuhæfir einstaklingar góðfúslegt leyfi mitt til þess að hnussa) það var frekar flókið að klippa allar þessar myndir út og raða þeim upp þannig að þær fóru ekki í taugarnar á mér.. og auðvitað náði ég að misreikna staðsetninguna á hverri mynd svo gríðarlega að það mætti halda að ég hefði verið að gera þetta að loknum nokkrum tekílaskotum en ekki á mánudagsmorgni með dyggri aðstoð frá kanilkaffinu mínu.

Í lok áfangans mun ég svo skoða þessa bloggfærslu mína og hlæja að því hversu léleg í photoshop ég var til að byrja með.. right? Jújú, það mun pottþétt gerast - sé fram á gífurlegar framfarir! Stórir draumar og allt það.

1 ummæli: