11.11.13

hrollurinn








Ég eyddi deginum í að ferðast um Mílanó þvera og endilanga til þess að elta uppi hluti á afskaplega löngum innkaupalista. Maður hefði haldið að það ætti ekki að vera svo erfitt að finna nokkrar gerðir af pappír í pappírsbúð eða reglustiku sem notuð er við að teikna snið í saumabúð en það var víst einhver mánudagur í öllum í dag (og ég tel sjálfa mig með í því).
Þótt ég hafi fundið fátt annað á þessu vappi mínu um borgina þá fann ég þó almennilega fyrir því að það er farið að kólna þannig að núna þarf ég að fara að vefja mig inn í fleiri lög af fötum áður en ég rölti í skólann á morgnana. Ég hef svo sem ekkert á móti því þar sem ég er orðin afhuga öllum átfittum sem samanstanda ekki af prjónuðum peysum, buxum, þykkum sokkum og stórum trefli. Því meira sem ég líkist stórum bangsa, því betra! ..Nei ókei, ástandið er kannski ekki alveg orðið svo slæmt en það styttist í það!

Í tilefni ört kólnandi veðurs og kósý fatnaðar, þá ætlum við Dóra að fagna með því að kjamsa á eplum og kúra yfir þessari.

stay warm!

2 ummæli:

  1. Brrr hér er mánuður síðan að ég fór ekki að láta sjá mig nema í 2 peysum og sokkum.. Velkomin í veturinn

    SvaraEyða