15.11.13

rokkið


Ég veit ekki hvort það hefur farið framhjá einhverjum, en síðasta miðvikudag upplifði ég eitt það magnaðasta sem ég hef nokkurn tímann upplifað; tónleika með Arctic Monkeys. 
Til að koma mér í rétt og rokkað hugarástand fyrir tónleikana, ákvað ég að skreyta mig með þessari lærakeðju. Ég hafði þó sem betur fer vit á því að fara ekki með hana á tónleikana af því að ef ég hefði gert það, þá væri hún núna týnd að eilífu! Þvílík dásemdarsturlun sem þetta var!
Alla vega, ég bjó til þessa keðju einhvern tímann síðasta vetur en hafði bara notað hana einu sinni af því að það virtist aldrei vera hentugt tækifæri til þess að spóka sig um með hana. Mér finnst líka varla þóknanlegt að nota hana við stuttbuxur af því að þá sést í teygjuna og það hitti þannig á að þegar ég var nýbúin að búa hana til, þá fór ég á langt stuttbuxnaskeið. Á eftir því fylgdi svo gallabuxnaskeiðið mitt þannig að hún var líka lítið notuð þá. Einhvern veginn datt mér samt í hug að stinga henni ofan í ferðatöskuna mína á síðustu stundu þegar ég pakkaði fyrir Ítalíu.
Það var frekar einfalt að gera hana og ef ég kemst allt í einu upp á lag með að nota hana, þá bý ég kannski til fleiri afbrigði. Það mun þó ekki gerast fyrr en um jólin af því að keðjupokinn minn var of þungur fyrir reglugerðir flugfélaga um töskuþyngsl..

Dóra bjó til myndband sem fangar stemninguna á tónleikunum fullkomlega, hér
Langar aftur! Af hverju er Alex Turner svona heillandi?! ;)

1 ummæli: