19.1.14

tengingar


Í skólanum er ég í tímum sem heita Methodology. Þessir tímar ganga nokkurn veginn út á það að kenna okkur að rannsaka innblástur og hugmyndir á bak við fatalínurnar sem við munum svo koma til með að hanna. Okkur er kennt að þróa hugmyndirnar og að fara dýpra í hlutina með því að rannsaka þá enn frekar. Hingað til hefur það þýtt rosa mikið af moodboards en núna eftir jól höfum við einnig verið að vinna að því að búa til hugmyndabók. Við fengum þrjú þemu til þess að velja úr um og svo fólst verkefnið í því að þróa þessa hugmynd nánar út frá okkar sjónarhorni. Ég valdi pureness  eða hreinleika og þar sem ég valdi þetta fyrir jól og var farin að sakna íslenska vatnsins og loftsins alvarlega, þá ákvað ég að þróa það yfir í hreinleika íslensku náttúrunnar.
Ég hef haft mjög gaman af því að finna myndir af landslagi og að tengja þær yfir í myndir af t.d. fötum, byggingum, glerbrotum, skartgripum, dýrum og konum. Kennarinn minn er frekar hrifin af þessum tengingum hjá mér og segir að sýnin mín sé mjög sterk og norræn haha.. Hún trúir því líka stundum ekki að það sé í alvörunni byggð á Íslandi því henni finnst landslagið tilheyra annarri plánetu. Smá asnalegt hvað ég verð stundum kjánalega stolt af þessari litlu eyju..

Alla vega, hér eru nokkrar tengingar. Ég tek kannski nokkrar myndir af bókinni minni þegar hún verður tilbúin og skelli hingað inn - held að það verði smá skemmtilegt að sýna myndir af listrænu naglalakksslettunum mínum og rjúpunum sem ég klippti út úr bæklingi frá Wow Air.2 ummæli:

  1. Ó svo heillandi! Fallegt og fínt! Er hrifin af bókinni þinni.. vel valdar myndir ;)

    SvaraEyða
  2. Lúkkar vel, hlakka til að sjá fleiri myndir :)

    SvaraEyða