14.3.14

værðin





fengnar af http://witchoria.com/

Þetta finnst mér fallegt. Það er einhver værð falin í því að horfa á þessar myndir. Ég þarf svo sannarlega á því að halda að róa mig aðeins niður og taka mér tíma í að hugsa og skipuleggja öll verkefnin sem ég er með á könnunni i augnablikinu. Vona að ef ég stari nógu lengi á þessar myndir, þá muni allt endurraðast og komast á hreint.
Ahh, ef bara..

7.3.14

bletturinn


Jájá, Sigurdís vildi víst fá að vita hvað væri að frétta en í staðinn ákvað ég að gera mjög ómerkilega breytingu á einum bol sem fékk að fylgja mér til Ítalíu.

Það sem ég sakna spegla sem eru með beinar hliðar!

Ég keypti hann í sumar og það gæti verið að ég hafi ofnotað hann aðeins eins og mér hættir til að gera við flíkur sem eru þægilegar og passa við allt. Fyrsta mánuðinn hérna hélt ég uppteknum hætti og fór í hann hvenær sem hann var hreinn en svo gerðist óhappið...
Ég lá uppi í rúmi í mestsu makindum og var að háma í mig súkkulaði og horfa á eitthvað spennandi (ekki Teen Wolf, ég sver..). Ég hlýt að hafa verið aðeins of heltekin af þættinum því þegar ég skipti bolnum út fyrir náttföt sá ég að það var kominn þessi líka fallegi súkkulaðiblettur framan á hann.






















Ég er örugglega búinn að setja bolinn í þvott svona fjórum sinnum síðan bletturinn kom en hann er ekkert á leiðinni í burtu. Bolurinn hefur því legið ósnertur ofan í skúffu síðustu mánuði og ég var eiginlega búin að gleyma því að ég hefði nokkurn tímann átt hann, hvað þá notað hann óæskilega mikið.

Ég rakst svo á hann í kvöld í þrifnaðaræðinu mínu og ákvað að þetta gengi ekki lengur. Ég var því djörf og klippti bara blettinn af og bjó til nýjan fald. Svo kláraði ég að ryksuga.
Ég held að þetta ferli hafi tekið svona um fimm mínútur. Kannski aðeins lengur ef ég reikna myndatökuna með.

 Nennti ekki að skipta um buxur, eh

Málið með mig er að mér er nokkurn veginn sama hvernig saumarnir á þeim fötum sem ég sauma fyrir sjálfa mig líta út.. Hins vegar þegar ég er að sauma fyrir aðra, þá sver ég að það fyrirfinnast ekki beinni saumar! Það er því augljóst að ég hafði ekki beint metnaðinn í að gera faldinn fullkominn en hey, hver tekur eftir því? (tjah, fyrir utan mömmu kannski.. og já, núna líka þeir sem lesa þetta, heh).
Vanda mig kannski betur í framtíðinni og þegar ég tek ekki óvænt saumastopp með ryksuguna í annarri hendi.
.. og þá er ég búin að eyða óþarflega mörgum orðum í mjög ómerkilega breytingu, en oh well bara.



P.s. Sigurdís, þetta er fyrir þig:

Was ist das?!